Academia.edu no longer supports Internet Explorer.
To browse Academia.edu and the wider internet faster and more securely, please take a few seconds to upgrade your browser.
Í Grænlendingasögu segir af ferðum Leifs Eiríkssonar að leita landa sem Bjarni Herjólfsson hafði séð í svaðilför sinni er hann lenti í hafvillum. Leifur og áhöfn kemur til hins þriðja lands hefur þar vetursetur og segir þá í sögunni:
2014
Lítið hefur verið gert í að rannsaka svaeðisbundin tengsl snjóalaga og hlýnunar hér á landi en breytingar á litlu svaeði geta auðveldlega haft áhrif á staerri svaeði. Þróun snjódýptar og snjóhulu var skoðuð og tengsl við lofthita og Norður-Atlantshafssveifluna (NAO) metin. Rannsóknin byggði á snjóamaelingum, yfir 48 vetur (desember til mars), tímabilin 1961-1984 og 1985-2008 fyrir veðurstöðvarnar Raufarhöfn og Staðarhól á Norður-og Norðausturlandi. Lofthitagögn fyrir Raufarhöfn yfir sama tímabil voru notuð. Gerðar voru tölfraeðigreiningar á gögnunum með t prófi og Wilcoxon-Rank Sum prófi með tölfraeðihugbúnaðinum R og kannað hvort marktaekan mun vaeri að finna milli tímabila. Fylgni snjódýptar og snjóhulu á báðum stöðvum var prófuð við NAO sveifluna ásamt fylgni við lofthita á Raufarhöfn. Marktaekan mun var að finna í snjódýpt á Raufarhöfn á tímabilinu en ekki á Staðarhóli. Breytingar voru marktaekar í snjóhulu á báðum stöðvum. Alhvítum dögum faekkaði á báðum stöðvum. Sterk fylgni var á milli lofthita og snjódýptar sem og lofthita og snjóhulu á Raufarhöfn. Fylgni snjóhulu og snjódýptar við NAO sveifluna var ekki marktaek. Landfraeðileg lega veðurstöðvanna er líklega stór þáttur í breytileikanum milli maelinga þar sem mismunandi loftslag er að finna á báðum stöðvum.
2010
Mynd 4.2 Case Vibromax valtari var notaður sem sveiflugjafi Mynd 4.3 Staðsetning á víbravaltara við framkvaemd prófana Mynd 4.4 Vörubíllinn að aka yfir plankana Mynd 4.5 Staðsetning á hindrunum og akstursstefna vörubílsins Mynd 5.1 Tímaröð fyrir seinni maelingu vörubíls á maeli 2A Mynd 5.2 Afmarkað tímabil sömu tímaraðar Mynd 5.3 Orkuróf fyrir fyrri maelingu vörubíls á maeli 2B Mynd 5.4 Deyfingarrit fyrir þverstefnu maelis 2B, fyrri maeling Mynd 5.5 Samantekin orkuróf fyrir tímaraðirnar í þverstefnu hússins Mynd 6.1 Lögun elastíska svörunarrófsins og hönnunarrófsins
Laeknabladid, 2016
Meibomian gland dysfunction (MGD) is a common cause of dry eye disease. Demodex mites can cause MGD with symptoms like itching, dryness and general ocular discomfort. It is important to consider infestation with Demodex mites in individuals who are non responsive to traditional MGD treatment but also equally important when cylindrical dandruff is seen at the base of the eye lashes.. We report two individuals who had not responded to ocular and systemic treatment for MGD and were then diagnosed with Demodex mites. Treatment with BlephEx and Tea tree oil was successful. This is the first report on Demodex folliculorum in Iceland where a genetic analysis was done.
Netla, 2024
Vegferð ungs fólks til fullorðinsára í gegnum framhalds-og háskólakerfið er ferli sem mótar sjálfsmynd þeirra, möguleika og stöðu meðal jafningja. Markmið rannsóknarinnar er að greina stofnanahátt aðgangsstífra bóknámsskóla á Íslandi og í Finnlandi út frá bakgrunni og reynslu nemenda og skoða vegferð þeirra milli framhalds-og háskólastigsins. Nemendurnir hafa verið valdir úr stórum hópi ungmenna til að verða "úrvals" eða "framúrskarandi" fólk. Fraeðileg nálgun er byggð á hugtökum Bourdieu þar sem rýnt er í upplifun nemendanna af ferlinu við að velja og vera valin inn í skólann, hvernig þau hafa upplifað skólavistina og svo hvernig námsvalið, skólareynslan og val á háskólanámi markast af arfbundnu auðmagni og stofnanahaetti skólans. Skoðuð var upplifun stúdentsefna úr fjórum framhaldsskólum við lok námstímans í gegnum hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við 20 nemendur. Niðurstöðurnar benda til að stofnanaháttur skólanna sé keimlíkur en finnsku nemendurnir þurftu þó að laga sig meira að afar þröngum akademískum viðmiðum. Samraemt stúdentspróf og þröng inntökuskilyrði finnska háskólastigsins skapa þar mikið aðhald. Stofnanaháttur skólanna fól í sér aðgengi að auðmagni sem nemendur gátu notað til að skapa sér yfirburðastöðu í félagsheimi ungmenna og nauðsynlega yfirsýn og þekkingu á framtíðarmöguleikum um frekara nám og störf. Niðurstöður gefa vísbendingar um að stofnanaháttur framhaldsskólanna skapi, ásamt arfbundnu auðmagni, forsendur fyrir tilteknum smekk og aðgengi að háskólanámi og maerum sem styðji við félagslegt viðhald mismununar.
Ritið, 2021
Upphafspunkturinn hlýtur að vera fullur jöfnuður karla og kvenna, en slíkur jöfnuður hlýtur að vera uppspretta allra annarra forma jafnréttis [í heimi kynlífs og nándar]. 1 Ástin -eða öllu heldur hugtakið "ástarkraftur" -er kjarninn í greiningu minni á "formlegu jafnrétti í karlveldinu," en með henni reyni ég að skýra hvers vegna karlmenn ráða enn ferðinni í vestraenum samfélögum nútímans. Ég hóf þessa vinnu árið 1980 og gaf út bók mína Love Power and Political Interests. Towards a Theory of Patriarchy in Contemporary Western Societies 1991 (hér eftir nefnt LP). 2 "Ástin", hvort sem hún er kynferðisleg eða af öðrum toga, var þó ekki í brennidepli til að byrja með. 3 Ég vildi svara þeirri spurningu
2014
Þegar litið er á svaeðið milli Þverfellshorns og Kistufells í Esju má sjá mikið magn lausra jarðlaga. Þegar rýnt er í landformin má skipta svaeðinu í fjögur svaeði út frá útliti. Svaeði eitt og tvö hafa mikið magn þverhryggja og hóla. Baeði eru þetta landform sem gefa til kynna að þarna hafi orðið skriðuföll. Neðar á rannsóknarsvaeðinu, á svaeði þrjú og fjögur, hverfa alveg fyrri landform. Þarna eru hryggir áberandi sem liggja niður hlíðina. Þeir mynduðust þegar efnið rann þarna fram og dreifði úr sér á sléttlendinu fyrir neðan. Tvaer áberandi urðartungur sjást fara þarna niður og er sú eystri mun meiri um sig. Þarna hafa orðið tvaer tegundir skriða, á svaeði eitt og tvö faerðust skriðurnar til eftir brotsári sem er íhvolft upp á við. Þannig ná skriðurnar að varðveita nokkuð innbyrðis skipan efnisins. Á neðri svaeðum (þrjú og fjögur), var skriðan af þeirri gerð sem kalla má flóð, þegar kurluð urðin flaeddi niður hlíðina og breiddist út á sléttlendinu neðan hlíðarinnar. Haegt er að leiða að því líkum að um tvo aðskilda atburði hafi verið að raeða þar sem greinilegur munur er á milli eystri og vestari hluta rannsóknarsvaeðisins.
2011
Ritgerð þessi er um fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til útlanda og fyrstu heimsókn þjóðhöfingja til Íslands. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um för Ásgeirs Ásgeirssonar til Danmerkur árið 1954 sem forseti. Sú heimsókn var fyrsta ferðin sem forseti Íslands fór til Norðurlandanna og jafnframt fyrsta heimsóknin til Danmerkur eftir stofnun lýðveldis á Íslandi. Seinni hluti ritgerðarinnar er um opinbera heimsókn Friðriks IX Danakonungs til Íslands árið 1956. Koma Friðriks IX var fyrsta heimsókn erlends þjóðhöfingja til Íslands eftir lýðveldisstofnunina og í fyrsta skipti sem konungur Danmerkur kom til Íslands sem erlendur þjóðhöfðingi. Á þessum tíma var samband þjóðanna nokkuð viðkvaemt vegna handritamálsins og sjálfstaeðisyfirlýsingu Íslands árið 1944 þegar Danmörk var enn hernumin af Nasistum. Ofangreindar heimsóknir áttu þátt í að baeta samskipti þjóðanna eftir sambandsslitin. Ísland var ungt lýðveldi þegar Ásgeir fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Norðurlandanna og fengu skipuleggjendurnir á Íslandi aðstoð baeði frá sendiherrum Íslands á Norðurlöndunum sem og frá dönsku hirðinni. Þar sem samskipti landanna voru viðkvaem á þessum tíma var það nokkuð umdeilt innan ríkistjórnar Íslands að forsetinn vildi skipuleggja opinbera ferð til gamla sambandslandsins. Fjallað er um samskipti ráðherranna við forsetann. Konungur Danmerkur hafði áður heimsótt Íslands en þá sem þjóðhöfðingi landsmanna en nú kom hann sem þjóðhöfðingi erlends ríkis. Undirbúningurinn fyrir heimsókn Friðriks IX var umfangsmikill því áhersla var lögð á að hún myndi takast vel. Fengu skipuleggjendur hennar aðstoð með undirbúninginn frá dönsku hirðinni sem og frá sendiherrum Íslands í Danmörku og Frakklandi. Það var ekki umdeilt að konungur Danmerkur kaemi í heimsókn til Íslands þótt handritamálið vaeri enn óleyst og hafði fyrrnefnd heimsókn Ásgeirs til Danmerkur eflaust þau áhrif. Helstu niðurstöðurnar eru þaer að heimsóknirnar tvaer stuðluðu að aukinni virðingu milli þjóðanna og að löndin tvö gaetu í sameiningu leyst ágreiningsmál sín. Danir voru ánaegðir með að forseti Íslands kaemi fyrst í opinbera heimsókn til þeirra lands og þótti það sýna að Íslendingar virtu enn Danmörku þótt sambandssamningnum hefði verið slitið einhliða frá Íslandi. Ritgerðin byggist fyrst og fremst á frumheimildum sem varðveittar eru á Þjóðskjalasafni Íslands auk greina úr dagblöðum.
Loading Preview
Sorry, preview is currently unavailable. You can download the paper by clicking the button above.