Academia.eduAcademia.edu

Hugtakið samvirkni í heimspeki Deweys

Netla

Grein þessi beinir athyglinni að hugtakinu transaction í heimspeki Deweys. Hugtakið, sem ég kýs að kalla samvirkni, virðist undirliggjandi í heimspeki Deweys nánast frá upphafi en hann tekur það ekki til skipulegrar athugunar fyrr en undir lok ævi sinnar í bókinni Knowing and the Known sem hann skrifaði í samstarfi við Arthur F. Bentley og var gefin út árið 1949. Af þeirri umfjöllun má ráða að samvirkni er lykilhugtak hjá Dewey í þeim mæli að réttlætanlegt er að tala um heimspeki Deweys sem heimspeki samvirkni. Í viðleitni til að skilja þetta hugtak rýni ég í Knowing and the Known en styðst líka við nýlegar bækur eftir Dewey-sérfræðinga sem eiga það sammerkt að leggja áherslu á samvirknihugtakið og nota það til að skerpa á heimspeki Deweys svo hún megi gagnast betur nútímanum. Heimspeki Deweys má skoða sem svar hans við tvíhyggju Descartes sem skiptir heiminum í tvær „deildir“; mannshugann annars vegar og heiminn þar fyrir utan hins vegar. Með samvirknihugtakið að vopni rýfur Dewey ...