Academia.edu no longer supports Internet Explorer.
To browse Academia.edu and the wider internet faster and more securely, please take a few seconds to upgrade your browser.
2010, Laeknabladid
Tímarit kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, 2019
Námsmatsaðferðir í háskólum eru margs konar, en þær eru valdar með tilliti til þess viðfangsefnis sem um ræðir og þess sem stendur til að meta hjá nemanda í samræmi við hæfniviðmið námskeiðs. Ritgerðaskil, fjölvalspróf (krossapróf ), úrdrættir og mat á fyrirlestrum nemenda eru algengar aðferðir við námsmat. Námsmat þarf, ef vel á að vera, að byggja á hæfniviðmiðum námskeiðs. Það þarf að sýna hvort nemandinn hafi náð þeirri hæfni og öðlast þá þekkingu sem til stóð að hann næði tökum á í námskeiðinu. Þar af leiðandi er mikilvægt fyrir kennara að hafa yfirsýn yfir þær námsmatsaðferðir sem eru í boði eða átta sig á fjölbreytni þeirra og tilgangi. Gott er að hafa fjölbreytni í námsmati í námskeiðum því námsmatsaðferðir krefjast ekki allar sömu leikni af hendi nemandans. Til dæmis reyna ritgerðarskrif á nemandann á annan hátt heldur en próf með fjölvalsspurningum. Hér er kastljósinu beint að fjölvalsprófum sem námsmatsaðferð.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 2020
Tilgangur greinarinnar er að skoða virkni endurskoðunarnefnda út frá tíðni funda og gæði fundargagna. Könnun var gerð 2016 meðal nefndarmanna endurskoðunarnefnda hjá einingum tengdum almannahagsmunum. Könnunin veitir ákveðna innsýn í starfsumhverfi endurskoðunarnefnda og skoðanir nefndarmanna. Þessi rannsókn snýr að störfum endurskoðunarnefnda með tilliti til fjölda funda, fundargagna og umræðna. Störf og starfsumhverfi endurskoðunarnefnda hafa lítið verið rannsökuð og er greinin framlag í þá umræðu. Verkefni endurskoðunarnefnda eru á ábyrgð stjórnar samkvæmt lögum um ársreikninga. Stjórnir þurfa m.a. að sjá til þess að gögn og upplýsingar séu til staðar fyrir nefndarmenn og sett fram á réttan hátt. Nefndarmenn hafa einnig ábyrgð á þessum hluta í því formi að kalla eftir nauðsynlegum gögnum hverju sinni, sérstaklega formaður. Umgjörð og fyrirkomulag endurskoðunarnefnda hefur mikið að segja um hvort tilgangur sem þeim er ætlað næst eða ekki. Könnunin var gerð meðal fyrirtækja og stof...
Netla, 2024
Vegferð ungs fólks til fullorðinsára í gegnum framhalds-og háskólakerfið er ferli sem mótar sjálfsmynd þeirra, möguleika og stöðu meðal jafningja. Markmið rannsóknarinnar er að greina stofnanahátt aðgangsstífra bóknámsskóla á Íslandi og í Finnlandi út frá bakgrunni og reynslu nemenda og skoða vegferð þeirra milli framhalds-og háskólastigsins. Nemendurnir hafa verið valdir úr stórum hópi ungmenna til að verða "úrvals" eða "framúrskarandi" fólk. Fraeðileg nálgun er byggð á hugtökum Bourdieu þar sem rýnt er í upplifun nemendanna af ferlinu við að velja og vera valin inn í skólann, hvernig þau hafa upplifað skólavistina og svo hvernig námsvalið, skólareynslan og val á háskólanámi markast af arfbundnu auðmagni og stofnanahaetti skólans. Skoðuð var upplifun stúdentsefna úr fjórum framhaldsskólum við lok námstímans í gegnum hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við 20 nemendur. Niðurstöðurnar benda til að stofnanaháttur skólanna sé keimlíkur en finnsku nemendurnir þurftu þó að laga sig meira að afar þröngum akademískum viðmiðum. Samraemt stúdentspróf og þröng inntökuskilyrði finnska háskólastigsins skapa þar mikið aðhald. Stofnanaháttur skólanna fól í sér aðgengi að auðmagni sem nemendur gátu notað til að skapa sér yfirburðastöðu í félagsheimi ungmenna og nauðsynlega yfirsýn og þekkingu á framtíðarmöguleikum um frekara nám og störf. Niðurstöður gefa vísbendingar um að stofnanaháttur framhaldsskólanna skapi, ásamt arfbundnu auðmagni, forsendur fyrir tilteknum smekk og aðgengi að háskólanámi og maerum sem styðji við félagslegt viðhald mismununar.
2011
Rose, E. (2001). Employment Relations. (1. útgáfa). Harlow: FT Prentice Hall. ... fyrirtaeki eru ekki að gera hlutina neitt öðruvísi heldur en bara akademískir aðilar út um allt og það er engin ástaeða til þess að við séum að vera eitthvað öðruvísi heldur en þeir (I).
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 2018
Tilgangur greinarinnar er að skoða samsetningu endurskoðunarnefnda m.t.t. markvirkni. Áhersla er lögð á að skoða fjölbreytni, sérfræðiþekkingu og óhæði nefndarmanna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurskoðunarnefndum á Íslandi sem miða að því að skoða þætti eins og samsetningu nefnda m.t.t. markvirkni endurskoðunarnefnda. Þar af leiðandi voru þrjár tilgátur settar fram til þess að meta hversu líklegt er að endurskoðunarnefndir íslenskra fyrirtækja séu markvirkar. Tilgáturnar miða að því að skoða samsetningu (e. composition) endurskoðunarnefnda á Íslandi með tilliti til markvirkni þeirra. Samsetning er ein þriggja vídda sem verða að vera til staðar til að markvirkni náist. Bornar eru saman tvær kannanir, annars vegar frá 2012 og hins vegar frá 2016. Framkvæmd kannananna 2012 og 2016 er með sambærilegum hætti og skapast því góður grunnur fyrir samanburð. Einnig er skoðað hvort einhver munur sé á niðurstöðum úr hvorri rannsókn fyrir sig og samanburður er gerður. Tilgangur endurs...
2018
Ekki er haegt að stunda hjúkrun án þess að eiga jákvaeð og uppbyggileg samskipti við skjólstaeðingana. Í hjúkrunarnáminu hugsaði Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir mikið um þetta. Hún lét verkin tala og bjó til sex boðorð um samskipti við börn en þau eiga reyndar alltaf við.
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 2019
Í greininni er lagt mat á samkvæmni í ávöxtun íslenskra lífeyrissjóða, þ.e. hvort samband sé á milli ávöxtunar fortíðar og framtíðar. Byggt er á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingarsjóða á árunum 1997 til 2017. Beitt er þremur mismunandi tölfræðilegum aðferðum við matið, þ.e. aðfallsgreiningu, venslatöflum og MWW aðferð sem byggir á raðsummum. Í ljós kemur að nokkurrar samkvæmni virðist gæta þegar horft er til skamms tíma, þ.e. samliggjandi ár skoðuð. Samkvæmnin virðist hins vegar minnka og jafnvel snúast við þegar horft er til lengri tíma. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar fyrri rannsóknir á samkvæmni í árangri í eignastýringu og koma því ekki á óvart. Túlka má niðurstöðurnar þannig að ekki sé vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð eftir fortíðarávöxtun, a.m.k. ekki henni einni saman.
SC/ST Research & Training Institute, Odisha, 2020
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 2021
Einn mest áberandi þáttur í góðum stjórnarháttum síðustu tvo áratugina hefur verið endurskoðunarnefnd, sem fer með hluta af störfum sem stjórn hafði áður á sínu borði. Endurskoðunarnefnd er m.a. ætlað það hlutverk að auka traust almennings á fjárhagslegum upplýsingum á almennum fjármagnsmarkaði. Gagnsæi og traust eykst ekki sjálfkrafa. Vandaðir og heiðarlegir starfshættir eru nauðsynlegir til þess að öðlast traust haghafa. Rannsókn þessi felur í sér spurninguna um hvort að endurskoðunarnefndir auki gagnsæi og traust á fjárhagsupplýsingum fyrirtækja. Greinin byggir á tveimur könnunum, annars vegar frá 2016 þar sem nefndarmenn endurskoðunarnefnda í einingum tengdum almannahagsmunum voru þátttakendur og hins vegar frá 2018 þar sem ytri endurskoðendur voru þátttakendur. Í greininni er fjallað um afstöðu og álit þátttakenda varðandi tilkomu endurskoðunarnefnda gagnvart gagnsæi og trausti m.t.t. fjárhagsupplýsinga. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi. Tilgátur voru settar f...
Loading Preview
Sorry, preview is currently unavailable. You can download the paper by clicking the button above.