Papers by Birna Svanbjornsdottir
Teaching and Teacher Education
ECER 2021: Education and Society: expectations, prescriptions, reconciliations, 2021

New Teachers in Nordic Countries - Ecologies of Mentoring and Induction, 2020
The main aim of this article is to give an overview of the development of mentoring for newly qua... more The main aim of this article is to give an overview of the development of mentoring for newly qualified teachers (NQTs) in Iceland and to shed light on the outcome of a mentoring education program developed by the University of Akureyri. Over the past few years, mentoring and induction have gained momentum in research and scholarly writings in Iceland. Teacher dropout rates, teacher shortages and occupational stress have highlighted the importance of induction plans and mentoring for NQTs (Bjarnadóttir, 2005; Bjarnadóttir, 2015; Steingrímsdóttir & Engilbertsson, 2018). As of 2013, the Department of Education at the University of Akureyri has offered an education program (30 ECTS credits) with a focus on mentoring. An evaluation of this program was conducted in order to assess the learning outcomes and the structure of the program, focusing on the following research question: How have the teachers who have completed the mentoring program at the University of Akureyri experienced it i...

Netla, 2021
Menntun fyrir alla er einn af meginþáttum þeirrar stefnu sem íslenskt skólakerfi er byggt á. Í út... more Menntun fyrir alla er einn af meginþáttum þeirrar stefnu sem íslenskt skólakerfi er byggt á. Í úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir (hér eftir Evrópumiðstöðin) á framkvæmd stefnunnar, sem var birt 2017, kom fram að þrátt fyrir að stefnan væri skýr hefði skólasamfélagið hvorki skýra mynd af hugtakinu menntun án aðgreiningar né fullnægjandi skilning á hvað skólastarf á þeim grundvelli fæli í sér. Markmið greinarinnar er tvíþætt: Í fyrsta lagi að draga saman niðurstöður 23 funda sem haldnir voru um allt land á vegum stýrihóps Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um menntun fyrir alla haustið 2018 með það fyrir augum að skapa umræðu um stefnuna. Til fundanna voru boðaðir fulltrúar leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, frístundaþjónustu, foreldrafélaga, skólaskrifstofa, félags- og skólaþjónustu auk heilsugæslu. Niðurstöðurnar eru byggðar á greiningu á umræðuverkefni sem lagt var fyrir á hverjum fundi þar sem þátttakendur komu sér saman um mikilvægustu breytinga...

Netla, 2020
Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að draga fram þá þætti sem einkenna lærdómss... more Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að draga fram þá þætti sem einkenna lærdómssamfélag í íslenskum grunnskólum og hins vegar að þróa mælitæki sem gefur upplýsingar um stöðu lærdómssamfélags innan hvers skóla. Tilgangur slíks mælitækis er að fá yfirlit um stöðuna í hverjum skóla og gögn um helstu styrkleika og áskoranir sem þróun lærdómssamfélags innan skólans stendur frammi fyrir. Slíkar niðurstöður má nota af starfsfólki skólans til að rýna í eigið starf en einnig til að sníða ráðgjöf og leiðsögn að þörfum á hverjum stað eða ákveða hvert megi beina starfsþróun starfsfólks skólans. Mælitækið er spurningalisti með staðhæfingum sem mótaður var á grunni annarra spurningalista sem höfðu verið notaðir hér á landi og hann þróaður áfram. Forprófun fór fram meðal kennara og stjórnenda í 13 skólum og eftir gagngera endurskoðun var listinn lagður fyrir í 14 skólum til viðbótar.Niðurstöður leiddu í ljós sex vel afmarkaða þætti sem eru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsó...
Tímarit um uppeldi og menntun, 2018
Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að... more Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara til að skilja betur hvaða þættir ráða þar för. Rannsóknin er byggð á eigindlegum gögnum.1 Í ársbyrjun 2016 voru tekin viðtöl við átta nýliða í framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að nýir kennarar átti sig á því að starfskenning þeirra er í stöðugri þróun. Nokkrir þættir virðast vega þyngra en aðrir í því ferli. Þar má nefna samskipti við nemendur, áhrif leiðsagnar og skólamenningu viðkomandi skóla. Leiðsögn fyrir nýliða er víða ómarkviss og skólamenning framhaldsskólanna veitir ekki nægan stuðning. Engu að síður virðast nýliðar þróa með sér seiglu sem er mikilvægur þáttur í starfskenningu.

Netla, 2019
Frá ágúst 2009 til desember 2012 átti sér stað vinna við innleiðingu og þróun faglegs lærdómssamf... more Frá ágúst 2009 til desember 2012 átti sér stað vinna við innleiðingu og þróun faglegs lærdómssamfélags í nýjum grunnskóla í þéttbýli. Samhliða var gerð starfendarannsókn í skólanum, í samstarfi ytri aðila og skólastjórnenda. Þar var rannsakað hvaða þýðingu forysta stjórnenda hafði fyrir þróun starfshátta í nýjum skóla og hvað studdi hana. Stuðst var við ígrundun stjórnenda, vettvangsathuganir, viðtöl og mat ásamt rýni í fyrirliggjandi gögn í skólanum. Í lok rannsóknartímabilsins sýndu niðurstöður að teymisvinna var einkennandi fyrir skólastarfið og kennarar í teymum tóku forystu á ýmsan hátt með stjórnendum. Mörg teymi mátti skilgreina sem lærdómsteymi. Starfið var ekki átakalaust en stjórnendur sinntu forystuhlutverki sínu með seiglu, eftirfylgni og lausnaleit að vopni. Fimm árum síðar, skólaárið 2017–2018, var gerð eftirfylgnirannsókn í skólanum þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við teymi og lagt fyrir matstæki um lærdómssamfélag. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: Hvað ...
Tímarit um menntarannsóknir, 2012
Birna maría svanbjörnsdóttir Háskólanum á akureyri, miðstöð skólaþróunar, allyson macdonald Háskó... more Birna maría svanbjörnsdóttir Háskólanum á akureyri, miðstöð skólaþróunar, allyson macdonald Háskóla íslands, menntavísindasviði og Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 43 1. mynd. Forysta til náms í nýjum skóla.

Tímarit um uppeldi og menntun, 2022
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig skólaþjónusta sveitarfélaga stæði að því að tryggja ... more Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig skólaþjónusta sveitarfélaga stæði að því að tryggja kennurum og skólastjórnendum stuðning til starfsþróunar og að efla skóla sem faglegar stofnanir, sem þeim ber samkvæmt lögum. Rafræn spurningakönnun var lögð fyrir skólastjóra leik- og grunnskóla og þá sem voru í forsvari fyrir skólaþjónustu í sveitarfélögum á Íslandi. Til að fylgja spurningakönnuninni eftir voru valin fimm tilvik og þau rannsökuð sérstaklega. Niðurstöður benda til þess að ekki sé jafnvægi milli meginviðfangsefna skólaþjónustunnar, sem eru að styðja nemendur og foreldra annars vegar og starfsþróun kennara, stjórnenda og annars starfsfólks hins vegar. Margt bendir til þess að skólaþjónustuna skorti skýrari stefnu um skólamiðaða ráðgjöf þar sem betur er skerpt á hlutverki hennar í því að efla og þróa skólana sem faglegar stofnanir og uppfylla þar með reglugerðarákvæði. Í því skyni þurfa yfirvöld og fræðslustjórar að hafa samráð um áherslur og leiðir og tryggja heildstæða þ...

Netla
Kennaramenntun hefur víða verið gagnrýnd fyrir skort á samhengi innan námsins og einnig skort á t... more Kennaramenntun hefur víða verið gagnrýnd fyrir skort á samhengi innan námsins og einnig skort á tengslum milli námskeiða í kennaranámi og starfa kennara á vettvangi. Alþjóðlegar rannsóknir á kennaramenntun benda til þess að lykilatriði í árangursríkum undirbúningi fyrir kennarastarfið séu tækifæri til að læra og æfa aðferðir sem byggja á og tengjast raunverulegu starfi kennara í kennslustofu. Því leggja rannsakendur og stefnumótendur um allan heim í síauknum mæli áherslu á að móta aðferðir í kennaramenntun sem brúa bilið milli fræða og starfs. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða sýn nema á samhengi í grunnskólakennaranámi og tækifæri sem þeir fá til að tengja saman fræði og starf með árangursríkum hætti. Gögnum var safnað með spurningakönnun þar sem upplifun nema af ýmsum þáttum kennaranámsins var skoðuð og svöruðu 178 nemar á lokaári í grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Skoðað var hvort munur væri á sýn nema eftir háskólum, hvort þeir væru í l...

Now my doctoral studies have come to an end. I´m thankful for the support and help from numerous ... more Now my doctoral studies have come to an end. I´m thankful for the support and help from numerous people on that journey. I particularly would like to thank: Allyson Macdonald my main supervisor, for her analytical view, for raising critical questions along the way, for always finding time for discussions and for showing me the true meaning of academic thinking with her genuine curiosity, enthusiasm and diligence. This had not been possible without her help. Guðmundur Heiðar Frímannsson my co-supervisor for being supportive in his calm manner and for his friendly attitude. Being a philosopher he often saw things from a different (helpful) angle. Anna Kristín Sigurðardóttir in the doctoral committee for her knowledge and experience in the field of a PLC. Her PLC research inspired my work. The school leaders, all staff, students and parents in the school where the research was conducted. Their resilience, open mind and constructive manner made this challenging work exciting. The research project had not become reality if not for their participation. My colleagues at the University of Akureyri. For supporting me morally, technically and in so many other ways in times of need. This meant a lot to me. Taking care of business while I´ve been away, proving that I´m easily replaceable.
Scandinavian Journal of Educational Research, 2015
ABSTRACT

Háskólanum á akureyri, miðstöð skólaþróunar, allyson macdonald Háskóla íslands, menntavísindasvið... more Háskólanum á akureyri, miðstöð skólaþróunar, allyson macdonald Háskóla íslands, menntavísindasviði og guðmundur Heiðar Frímannsson Þróun og mótun skóla er flókið ferli sem felst í því að byggja upp faerni til að efla nám nemenda. nám og kennsla er í brennidepli í allri skólaþróun en margir óskilgreindir þaettir hafa áhrif þar á. skólastjórnendur hafa þar mikið að segja. Það sem einkennir skilvirka skóla er meðal annars námsárangur, dreifð forysta og samvinna. rannsóknin sem hér er um raett er hluti af starfendarannsókn með starfsfólki í nýjum grunnskóla í þéttbýli. skólastjóri var ráðinn til starfa til skólans taepu ári áður en eiginlegt skólastarf hófst. meginmarkmið rannsóknarinnar er að skilja og varpa ljósi á sýn skólastjóra á forystuhlutverkið í upphafi starfsins, hvaða viðfangsefni biðu hans og hvað hann hugsaði þegar hann réð fólk til starfa. gögnum um sýn og viðfangsefni var safnað með viðtölum og vettvangsathugunum. mikið kapp var lagt á að undirbúa jarðveg hins nýja skóla þannig að þar gaeti farið fram farsaelt skólastarf. skólastjóri vann að stefnumótun skólans í samvinnu við nýmyndað foreldraráð. Hann fékk einnig tíma til að lesa sér til um strauma og stefnur í skólamálum og kynna sér fyrirkomulag í öðrum skólum. auk þess sinnti hann mannaráðningum og hagnýtum þáttum sem lutu að skipulags-og byggingarmálum. skólastjóri sagðist vilja vera sýnilegur, faglegur þátttakandi í skólastarfinu og leita lausna með samraeðu að vopni. skólanum bárust margar umsóknir um störf en sóst var eftir áhugasömu og fjölhaefu fólki sem gaeti samsamað sig stefnu skólans og unnið í teymum í opnum rýmum með þarfir nemenda að leiðarljósi. Vandað var til verka við ráðningar og tekin fjölmörg viðtöl við haefa umsaekjendur en þeir sem sóttu um voru flestir fremur reynslulitlir. skólastarf er farið af stað en ekki hefur allt gengið upp eins og áformað var. Byggingarframkvaemdum seinkaði og það olli ringulreið og töfum á áaetlaðri faglegri samvinnu kennara. Vísbendingar eru um að í skólanum séu aðstaeður til að þróa námssamfélag og samvinnu. Hagnýtt gildi: rannsóknin faerir fraeðasamfélaginu nýja þekkingu á því hvaða þáttum þarf að sinna við upphaf og undirbúning skólastarfs í nýjum skóla og hvað þarf að hafa í huga þegar ráða á fólk til starfa. Hún varpar ljósi á ýmsa þaetti sem huga maetti nánar að og veita stuðning í því sambandi. má þar nefna mikilvaegi þess að vaentingar skólastjórnenda til skólastarfsins og forystuhlutverksins séu skýrar og ráðningarferli skipulagt og úthugsað.
Professional Development in Education
Uploads
Papers by Birna Svanbjornsdottir