Papers by Jakob Þorsteinsson

Netla
Innan menntakerfa hefur sjónum verið beint að mikilvægi þess að skapa umhverfi og aðstæður til að... more Innan menntakerfa hefur sjónum verið beint að mikilvægi þess að skapa umhverfi og aðstæður til að auka hæfni nemenda til að takast á við óvissu og krefjandi áskoranir samtímans – hvort sem það er á sviði umhverfismála, heimsfaraldurs eða annarra þátta.Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess að útilíf og útimenntun undir leiðsögn geti verið gagnleg og öflug leið til að vinna með slíka hæfni. Reynslu sem verður til við að færa nám út í náttúruna, má rekja til krefjandi samskipta nemenda þegar tekist er á við óöruggt umhverfi og veðurfar. Til þess að reynslan verði að lærdómi og geti stuðlað að aukinni hæfni nemenda er nauðsynlegt að hún sé ígrunduð með skipulögðum hætti.Tilgangur þessarar greinar er að benda á mikilvægi námsumhverfis og skapandi leiða til þess að mæta samtímakröfum við menntun háskólanemenda. Markmiðið er að varpa ljósi á hlutverk ígrundunar við að draga fram möguleika til náms og þroska sem felast í að dvelja úti í náttúrunni. Skoðaðar eru ígrundanir nemenda fyrir, í o...

Sérrit 2015 um útinám.Vaxandi áhugi er meðal almennings á útivist og aukin áhersla er á útinám í ... more Sérrit 2015 um útinám.Vaxandi áhugi er meðal almennings á útivist og aukin áhersla er á útinám í tómstunda- og skólastarfi. Vettvangur þess er oft og tíðum útivistarsvæði í og við þéttbýli. Í greininni er fjallað um sögu og þróun útivistarsvæða og rýnt í hlutverk þeirra, gildi og notkun í fortíð, nútíð og framtíð. Útivistarsvæði í og við þéttbýli eru fjölbreytt og gegna mikilvægu og fjölþættu hlutverki sem nauðsynlegt er að skilja og meta. Í greininni er sagt frá rannsóknum er tengjast útivist, útilífi og útvistarsvæðum. Þær benda til fjölbreyttra áhrifa, meðal annars á heilsu og samfélag, auk þess sem útivistarsvæðin eru sett í sögulegt og félagslegt samhengi. Fjögur ólík útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis eru skoðuð sérstaklega og þau greind og rædd. Meginniðurstaða greinarinnar er sú að útivistarsvæðin eigi sér félagslega forsögu og gegni fjölþættu hlutverki sem hefur þróast og breyst eftir því sem samfélagið breytist. Svæðin eru vettvangur fyrir æ fjölbreyttari útivist almennin...

The paper describes activities and reflections during and after a four day outdoor education cour... more The paper describes activities and reflections during and after a four day outdoor education course from the point of view of four educators: a philosopher, an outdoor educator, social work educator and a literacy educator. During the course, various philosophical and educational activities and ideas were put to the test, issues such as slowness, solitude, and silence were both practiced, discussed, and reflected on. After the course, reflecting on the whole experience, ideas from Aldo Leopold on conservation aesthetics are used to make a case for a certain kind of environmental education, and David Orr’s account of myths of education are used to argue for the importance of such education. To develop the ideas further, the paper discusses both recent neoliberal trends that are affecting educational systems around the globe, and also issues such as the difference between situated knowledge and representational knowledge, and the significance of language and perception for human conne...

Netla, 2022
Ferðamennska og tómstundir hafa fengið æ meira vægi í daglegu lífi fólks síðustu áratugi í kjölfa... more Ferðamennska og tómstundir hafa fengið æ meira vægi í daglegu lífi fólks síðustu áratugi í kjölfar vaxandi velmegunar og breytinga á vinnumarkaði. Aðgengi að ferðamennsku og margs konar tómstundum er ólíkt og fer meðal annars eftir efnahagslegri stöðu fólks. Hérlendis er lítið vitað um samspil félagslegrar stöðu, ferðamennsku og tómstundaiðkunar. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á þátttöku unglinga í ferðamennsku m.t.t. félagslegra og efnahagslegra þátta og ræða í samhengi við ferðahegðun Íslendinga innanlands, félagslega ferðamennsku og menntun. Notuð eru gögn úr HBSC-rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna frá árinu 2017–2018 þar sem 6717 börn og unglingar svöruðu spurningum varðandi útiveru. Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum spurninga um heimsóknir 12–15 ára barna og unglinga á þekkta áfangastaði á Íslandi. Niðurstöður benda til þess að eftir því sem börn eldast hafi þau komið á fleiri áfangastaði. Algengast er að svarendur segist hafa komið að Gullfossi, Geysi, á ...

Ritgerðin fjallar um rannsókn á hálendisferðum Smáraskóla. Glímt er við þrjár meginrannsóknarspur... more Ritgerðin fjallar um rannsókn á hálendisferðum Smáraskóla. Glímt er við þrjár meginrannsóknarspurningar; (1) hver er hugmyndafræði hálendisferða Smáraskóla og hvernig samræmist hún kennslufræðum útivistarlífs, úti- og ævintýranáms? (2) hver er reynsla þátttakenda af hálendisferðum með Smáraskóla? og (3) hvaða tækifæri gefa ferðalögin til að vinna með siðfræði umhyggjunnar? Í fræðilegri umfjöllun er gerð grein fyrir lykilhugtökum á sviði útivistarlífs, úti- og ævintýranáms og lagður grunnur að skilgreiningum sem hæfa íslensku umhverfi og máli. Fjallað er um nám og kennslu sem tengist því að leika, læra og þroskast úti frá sjónarhóli formlauss, óformlegs og formlegs náms. Kennslufræði þess að læra úti er byggð á norrænni og enskri fagumræðu og er gerð grein fyrir ólíkum straumum. Ítarlega er fjallað um grunnþætti útináms; reynslumiðað nám, áskoranir og breytingasvæðin, ásamt sérstakri umfjöllun um siðfræði umhyggjunnar út frá kenningum Nel Noddings. Ferðaverkefni Smáraskóla, sem nær frá 1. – 10. bekk, er lýst og sérstaklega fjallað um vinnulag, kostnað, þátttöku og áherslur í hálendisferðum með unglinga í 8. – 10. bekk. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hugmynda- og kennslufræði ferðalaganna sé vel mótuð og að greina megi sterkust tengsl við ævintýranám, vinnulag byggir að hluta á reynslumiðuðu verklagi, þátttakendur eignast eftirminnilega reynslu sem eflir þá sem einstaklinga og ennþá fremur sem hóp. Tækifæri eru sköpuð til að þjálfa umhyggju fyrir sjálfum sér, nákomnum og fjarlægum, umhverfinu og hugmyndum. Í ritgerðinni er bent á ýmis atriði sem huga þarf betur að og lúta veigamestu ábendingarnar að nauðsyn fyrir frekari ígrundun og tengingu við annað skólastarf. Niðurstöðurnar er hægt að nýta til að þróa og útbreiða ferðaverkefnið, vekja athygli á fjölbreyttri reynslu þátttakenda og hvernig hún tengist siðfræði umhyggjunnar, ásamt því að skýra hugtakanotkun og efla faglega umræðu um að leika, læra og þroskast úti. Efni ritgerðarinnar getur m.a. komið að góðum notum í skólastarfi, félags- og tómstundastarfi.Outdoor adventures - Study on the Highland Adventures School Journeys This thesis is about a study on Highland Adventures School Journeys (HAJ) in Smáraskóli that is an elementary school. The three main research questions are: (1) What is the ideology of the HAJ and how does it relate to friluftsliv, outdoor and adventure education? (2) What is the experience of participants making these journeys? (3) What opportunities are offered by the journeys to work with ethics of care? The theoretical context provides descriptions of key concepts in the field of friluftsliv, outdoor- and adventure education and a foundation is laid for Icelandic definitions and vocabulary. The thesis deals with play, learning and development from the perspectives of formal, non-formal and informal education. Pedagogies concerned with learning out-of-doors as seen from the Nordic and the Anglo-Saxon perspectives are presented. An in depth presentation is made of the basic elements of outdoor education, i.e. experiential learning, change zones and challenges, and a special discuss-ion is about the Ethics of Care based on the theories of Nel Noddings. The travel project of Smáraskóli is a runs continuously through all the classes, from 1-10. All stages of the project and participation are described; aims for each age-group, working methods, costs. A particular emphasis is on the highland journeys of the teenagers, class 8-10. The main results are that the ideology and methods are well formed and the most obvious theoretical connection is to adventure education, and the methodology is partly connected with methods of experiential learning. The students participate in a profound experience that strengthens them, especially the group and also as individuals. Opportunities are created to practice care for oneself, for close and distant others, nature and ideas. The outcomes from this research can be used to develop and disseminate the project, to highlight the rich experience of the participants and how it relates to Ethics of Care. Furthermore it presents and explains concepts that are essential to deepen and develop the discourse of play, learning and development out-of-doors. The thesis can be of use to practitioners in schools, associations and the field of leisure
I greininni er fjallað um aðdraganda og þroun nams i tomstunda- og felagsmalafraeði við Haskola I... more I greininni er fjallað um aðdraganda og þroun nams i tomstunda- og felagsmalafraeði við Haskola Islands. Leitast er við að svara þvi hvað kallaði a nam i tomstunda- og felagsmalafraeði, hvaða meginþaettir einkenna namið og hvaða þorfum er mikilvaegt að nam a þessu sviði maeti. A þeim rumu 10 arum sem liðin eru fra þvi að fyrstu nemendur utskrifuðust með BA-graðu i tomstunda- og felagsmalafraeði hefur orðið til nýr faghopur sem starfar a fjolbreyttum vettvangi. I greininni er dregin upp mynd af þessum vettvangi og mikilvaegi fagmenntunar i að efla fagmennsku og stuðla að rannsoknar- og þrounarstarfi.
Uploads
Papers by Jakob Þorsteinsson